Gerum betur/ Við getum

Er ekki komin tími til að fara að hugsa betur í þessu þjóðfélagi okkar stjórnmálamenn ? Er það ekki umhugsunarvert að margt af okkar færasta fólki hér á sviði heilbrigðismála er að fara að segja upp störfum vegna mikils vinnuálags og lélegs kaupmáttar. Sjáum til að þetta mikilvæga fólk fái sambærileg laun og nágrannaþjóðir okkar, svo ekki það þurfi að hverfa af landi brott til að geta lifað eðlilegu lífi. Við þörfnums þeirra í komandi framtíð. Skapið þeim eðlilegan vinnudag á sannfærandi launum svo ekki komi til of mikils álags og mistaka í starfi.

Hvar erum við . Ríkisstjórn.

Wink Já er það furða þó ég spyrji. Aldrei hafa fleiri þurft að leita til hjálparstofnana eins og á þessu ári. Hvernig hefur sá sem lent hefur í atvinnuleysi og verið það í 2 ár eða jafnvel lengur það sálarlega. Ég veit það. Ekki aldeilis gott. Við fáum 145.000 útborguð laun ef við erum 100 % atvinnulaus. Sum okkar þurfa að borga 100.000 kr leigu af íbúð og svo þarf víst að borða minnst einu sinni á dag til að halda heilsu, fara til læknis reglulega og huga að heilsunni, fara reglulega til tannlæknis, endurnýja slitin föt og skó. Ég var á labbi niður Laugaveg og sá fallega kvenmannsskó sem kostuðu 80.000 kr. Þá varð mér hugsað til þeirra sem ekki hafa vinnu í þessu þjóðfélagi og jafnvel til þeirra sem hafa vinnu, hvert er þetta þjóðfélag á leiðinni. Er virkilega hægt að bjóða fólki upp á þetta. Geta atvinnulausir og ellilífeyrisþegar hækkað laun sín sjálvirkt eins og kaupmenn og fleiri virðast geta gert. Nei aldeilis ekki. Ég fór að hugsa, ég er með sömu ráðstöfunartekjur og fyrir 2 árum, hafa þá bætur mínar ekkert hækkað í þessi 2 ár. Jú viti menn þær höfðu hækkað um rúm 6000 kr en skatturinn fékk það allt saman. Yfir 20% hefur matvara og annað hækkað og hver tekur þetta á sig annar en litli maðurinn í þjóðfélaginu. Geri ríkisstjórnin ekkert í þessum málum mun okkur halda áfram að fækka. Látið þá sem geta borgað skatt borga og hlífið þeim sem ekkert geta í þó þessu sæmilega þjóðfélagi.

Áfram stelpurnar okkar.

Það er ánægjulegt til þess að vita að við getum orðið aðnjótandi af keppni kvennalandsliðsins í handknattleik á Evrópumóti. Ég veit að þær munu gera sitt besta til að verða ein af bestu þjóðum Evrópu. En það er annað sem veldur mér áhyggjum, við eigum þess ekki kost á að fylgjast með strákunum okkar sem eiga að keppa í næsta mánuði. Er það vegna þess að allir landsmenn svo að segja sem orðnir eru 16 ára og eldri þurfa að greiða gjald til RUV en fá bara að horfa á eitthvað takmarkað, en annar fjölmiðill sýnir svo í lokaðri dagskrá ? Hvernig væri nú að fara að láta RUV senda út í lokaðri dagskrá og leyfa því fólki sem vill horfa á RUV að horfa á þeirra dagskrá. Ég er að borga á nítjánda þúsund fyrir að horfa á eitthvað sem ég vil ekki horfa á og get ekki afþakkað það. Læsum þessum fjölmiðli og leyfum fólkinu að ráða hvað það horfir á.
mbl.is Ágúst: Þurfum leik í háum gæðaflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband