Færsluflokkur: Íþróttir
4.12.2012 | 01:52
Áfram stelpurnar okkar.
Það er ánægjulegt til þess að vita að við getum orðið aðnjótandi af keppni kvennalandsliðsins í handknattleik á Evrópumóti. Ég veit að þær munu gera sitt besta til að verða ein af bestu þjóðum Evrópu. En það er annað sem veldur mér áhyggjum, við eigum þess ekki kost á að fylgjast með strákunum okkar sem eiga að keppa í næsta mánuði. Er það vegna þess að allir landsmenn svo að segja sem orðnir eru 16 ára og eldri þurfa að greiða gjald til RUV en fá bara að horfa á eitthvað takmarkað, en annar fjölmiðill sýnir svo í lokaðri dagskrá ? Hvernig væri nú að fara að láta RUV senda út í lokaðri dagskrá og leyfa því fólki sem vill horfa á RUV að horfa á þeirra dagskrá. Ég er að borga á nítjánda þúsund fyrir að horfa á eitthvað sem ég vil ekki horfa á og get ekki afþakkað það. Læsum þessum fjölmiðli og leyfum fólkinu að ráða hvað það horfir á.
Ágúst: Þurfum leik í háum gæðaflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)