Hvar erum við . Ríkisstjórn.

Wink Já er það furða þó ég spyrji. Aldrei hafa fleiri þurft að leita til hjálparstofnana eins og á þessu ári. Hvernig hefur sá sem lent hefur í atvinnuleysi og verið það í 2 ár eða jafnvel lengur það sálarlega. Ég veit það. Ekki aldeilis gott. Við fáum 145.000 útborguð laun ef við erum 100 % atvinnulaus. Sum okkar þurfa að borga 100.000 kr leigu af íbúð og svo þarf víst að borða minnst einu sinni á dag til að halda heilsu, fara til læknis reglulega og huga að heilsunni, fara reglulega til tannlæknis, endurnýja slitin föt og skó. Ég var á labbi niður Laugaveg og sá fallega kvenmannsskó sem kostuðu 80.000 kr. Þá varð mér hugsað til þeirra sem ekki hafa vinnu í þessu þjóðfélagi og jafnvel til þeirra sem hafa vinnu, hvert er þetta þjóðfélag á leiðinni. Er virkilega hægt að bjóða fólki upp á þetta. Geta atvinnulausir og ellilífeyrisþegar hækkað laun sín sjálvirkt eins og kaupmenn og fleiri virðast geta gert. Nei aldeilis ekki. Ég fór að hugsa, ég er með sömu ráðstöfunartekjur og fyrir 2 árum, hafa þá bætur mínar ekkert hækkað í þessi 2 ár. Jú viti menn þær höfðu hækkað um rúm 6000 kr en skatturinn fékk það allt saman. Yfir 20% hefur matvara og annað hækkað og hver tekur þetta á sig annar en litli maðurinn í þjóðfélaginu. Geri ríkisstjórnin ekkert í þessum málum mun okkur halda áfram að fækka. Látið þá sem geta borgað skatt borga og hlífið þeim sem ekkert geta í þó þessu sæmilega þjóðfélagi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband